10.DES - JÓLADAGATALIÐ

10.DES - JÓLADAGATALIÐ

SEINASTA ÆFINGIN Í JÓLADAGATALINU! 🎂🍾🥂🎉🥳🎂og... ÉG Á AFMÆLI 🎉🥳🎂🍾🥂

🌟 Tíunda (og seinasta) æfingin 🌟

Nú komum við okkur vel fyrir og gefum sjálfum okkur frábæra jólagjöf, sem heldur svo áfram að gefa út árið  😈 Ég skipti öllum æfingunum í tvennt, annars vegar fyrir pör / fólk með bólfélaga og hinsvegar einstaklinga. 🕯Muna að gera kósí í herberginu!

 

Verkefni dagsins er... : Kveikjum í greddunni...og höfum gaman!

 

Fyrir pör/bólfélaga ❤️

 

Leyfum okkur að kveikja í heilanum! Nú færum við okkur aðeins ofar og einbeitum okkur að því að koma heilanum í stuð áður en færum okkur yfir í hið líkamlega.

Nú eru til allskonar form af kynferðislega æsandi efni, hvort sem þú kallar það klám eða erótík, það getur bæði verið hljóðupptökur, listaverk, sögur eða myndbönd. Það er gaman að sjá hvernig ólík form geta kveikt í greddunni 🔥

Ábendingar hér eru á vefsíður þar sem klám er framleitt á ábyrgan hátt, og fólkið sem framleiðir það fær greitt fyrir það (og eru oftar en ekki raunveruleg pör en ekki leikarar) og því þarft þú að greiða fyrir það.

Hér er upptalning á nokkrar af mínum uppáhalds þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Erika Lust (myndbönd) -  Erotic Watercolor (listaverk) - Dipsea (hljóð) - Lustery (myndbönd + sögur) 

Svo auðvitað er hægt að kaupa beint af fólki sjálfu eins og OF og Make love not porn

Gott að leggja ekki dóm á það sem kveikir í annarri manneskju - það þarf ekki að þýða að viðkomandi langi að prófa að gera það í raunveruleikanum. Nýtið ykkur opið fordómalaust spjall um hvernig sé að skoða þetta saman.

Smá praktík - ef þið eruð að nota hljóð líka þá mæli ég með heyrnatólum! Og jafnvel að setja símann á flugstillingu til að verða ekki fyrir truflun!

Nú, svo að kynlífinu sjálfu - Nú mega allir njóta!

En mundu - örvun á öðrum stöðum líkamans en bara kynfærunum er mikilvæg! Nýttu þér hinar æfingarnar sem tengingu inn í kynlífið. Ræðið hvernig kynlíf ykkur langar að stunda. Ræðið væntingar til ykkar sjálfs og bólfélaga.

Fyrstu strokuæfing með örvun, svo samfarir (ef þið stundið þannig kynlíf!).

(auðvitað takið þið tillit til líkamlegar takmarkana og útfærið eins og ykkur hentar)

Munum að gefa leiðbeiningar og jákvæða endurgjöf um hvað okkur þykir gott. Með orðum og stunum. Stunur ef eitthvað er gott verður ennþá betra ef með fylgja orðin „þetta er gott“, „viltu halda áfram að gera svona“, „viltu gera fastar/lausar...“

Fullnæging má fylgja, en er ekki skilyrði eða kvöð.

  

Fyrir einstaklinga 💖

Textinn fyrir ofan á við þig líka - þú mátt endilega skoða allskonar efni og athuga hvað virkar fyrir þig og hvað ekki. Einnig má hugsa og skoða hvernig þér líður með ólíkt efni. Það getur verið gott að leyfa sér að keyra aðeins upp gredduna áður (ef) þú fróar þér.

Þú mátt fróa þér eftir að þú skoðar efnið og getur nýtt þér efnið til fantasíu vinnu í huganum, eða ekki. 

Fullnæging má fylgja, en er ekki skilyrði eða kvöð.

 

 

 

Ég þakka Áslaugu Kristjánsdóttur kynfræðingi fyrir afnot af æfingunum!

 

❤️🧡💛💚💜💙🤎🤍🖤GLEÐILEGT KYNLÍF ❤️🧡💛💚💜💙🤎🤍🖤


ég vil skrifa athugasemd!

U sko bara svo þú vitir þá þarf þessi Sigga Dögg að samþykkja allar athugasemdir áður en þær birtast...