6.DES - JÓLADAGATALIÐ

6.DES - JÓLADAGATALIÐ

  💋Sjötta æfingin💋 

Nú komum við okkur vel fyrir og gefum sjálfum okkur frábæra jólagjöf, sem heldur svo áfram að gefa út árið  😈 Ég skipti öllum æfingunum í tvennt, annars vegar fyrir pör / fólk með bólfélaga og hinsvegar einstaklinga. 🕯Muna að gera kósí í herberginu!

Verkefni dagsins er... : MUNNMÖK!

 

Fyrir pör/bólfélaga ❤️

Annar aðili gefur og hinn þiggur!

Ef þú ert þiggjandi, þá máttu endilega gefa leiðbeiningar og jákvæða endurgjöf um hvað þér þykir gott. Með orðum, ekki með því að ýta á haus eða reisa mjöðm. Stunur ef eitthvað er gott verður ennþá betra ef með fylgja orðin „þetta er gott“.

Ef eitthvað er ekki alveg nógu gott má t.d. gera svona...

Dæmi: Í staðinn fyrir „á þetta er of fast!“ er hægt að segja „ertu til í að gera aðeins lausar eða fara aðeins varlega?“ Eða ef ÁI virkar betur fyrir ykkur þá er það auðvitað líka í lagi.

Fullnæging má fylgja, er ekki skilyrði eða kvöð.

Gott að ræða líka ef typpi er að þiggja munnmök - ef til fullnægingar kemur, hvert brundið fer.

Enn ekkert sameiginlegt kynlíf.

ATH - ef að þér þykir erfitt að veita eða þiggja munnmök þá má breyta þessari æfingu í hreinskilna umræðu um hvað ykkur finnst um munnmök, hvað er notalegt og hvað ekki, og hvaða væntingar þið hafið til munnmaka, bæði því að þiggja og gefa.

 

Fyrir einstaklinga 💖

Sko - þú heldur kannski að hér sé engin æfing fyrir þig en þér skjátlast hrapalega!

Nú er um að gera að skoða fyrri reynslu af munnmökum, þá sérstaklega því að gefa, og kanna þitt viðhorf og væntingar til þeirra og hvaða tilfinningar og hugsanir koma upp.

Svo þú fáir eitthvað fyrir þinn snúð líka þá gæti verið gaman að nýta sér græju, svona fyrir píkur og svona fyrir typpi, nú eða fróa sér t.d. í sturtu með því að nota sturtuhausinn og leyfa vatninu að buna á kynfærin og/eða rassinn á meðan þú fróar þér, með höndum eða vatnsheldri græju

 

Munnmakaæfingin fyrir pör er fengin með góðfúslegu leyfi hjá Áslaugu Kristjánsdóttur kynfræðingi

Næsta æfing kemur inn rétt eftir miðnætti...


ég vil skrifa athugasemd!

U sko bara svo þú vitir þá þarf þessi Sigga Dögg að samþykkja allar athugasemdir áður en þær birtast...