Ég er svo spennt...!!

Ég er svo spennt...!!

Þú kannski veist það ekki en árið 2014 gaf ég út mína fyrstu bók, Kjaftað um kynlíf.

Bókin er skrifuð sem handbók fyrir foreldra, og aðra fullorðna, til að tala við börn og unglinga um kynlíf. Bókin er aldursskipt eftir aldri barnsins og því er hægt að flétta upp hvað ber að ræða eftir aldri og þroska barnsins hverju sinni. Það er vert að taka það fram að bókin byrjar á fæðingu barns. Já það er bara þannig, Kynfræðsla og kynmótun hefst við fæðingu því við fæðumst öll kynverur og svo mótumst við af umhverfinu okkar og lærum þannig inn á okkur sjálf. Nema hvað. Bókin er auðvitað löngu uppseld!

Svo viti menn - ég henti bókinni yfir á myndbönd!

Jáhá þú last rétt - MYNDBÖND!

Þannig getur þú horft á mig spjalla við þig, á þeim tíma sem þér best hentar, um hvernig megi nálgast „erfið“ málefni við barnið og unglinginn! Ekki sniðugt?! Ég er svo peppuð fyrir þessu enda fæ ég endlaust af spurningum frá foreldrum um hvernig megi ræða klám og kynfæri og sjálfrfróun og bara allskonar við börn og unglinga.

Svo já - ertu ekki til í að umbylta því hvernig við nálgumst okkur sem kynverur og hætta að henda kynlífi útí skuggann sem eitthvað skítugt, hættulegt og vont og koma smá birtu, gleði og kærleika inn í samtalið?

Því við vitum að foreldrar þurfa að eiga frumkvæðið að samtalinu og gefa leyfi fyrir það.

Vertu með, það skiptir öllu máli!


ég vil skrifa athugasemd!

U sko bara svo þú vitir þá þarf þessi Sigga Dögg að samþykkja allar athugasemdir áður en þær birtast...