Herraklipping - sæði fyrir/eftir aðgerð

Herraklipping - sæði fyrir/eftir aðgerð

Herraklipping - nei ekki á hausnum heldur pungnum, eða sko inni í pungnum, einnig kallað ófrjósemisaðgerð.

Einn algengasti ótti margra karlmanna sem ætla láta „taka sig úr sambandi“ eða gera sig ófrjóa er að þá „skjóti þeir púðurskotum“

það er...

Þeir óttast að eftir aðgerð muni brundið þeirra breytast og líta öðruvísi út, vera minna eða jafnvel hverfa alveg. Svo gott er það ekki.

Til að sannreyna þetta þá fékk ég einn hraustan karlmann til að taka fyrir mig sæðisprufu fyrir aðgerð og svo nokkrum vikum eftir aðgerð og viti menn -

ENGIN BREYTING! ENGINN SÝNILEGUR MUNUR!

Vissulega eru sáðfrumurnar horfnar úr sæði hins ófrjóa en þær eru heldur ekki sýnilegar með berum augum!

Undur og stórmerki!

Og nei - þú verður ekki getulaus af ófrjósemisaðgerð. Limur ætti enn að ná reisn ef hann gerði það fyrir aðgerð þá gerir hann það eftir aðgerð.


ég vil skrifa athugasemd!

U sko bara svo þú vitir þá þarf þessi Sigga Dögg að samþykkja allar athugasemdir áður en þær birtast...