Kjaftað um kynlíf - námskeiðið sem allir uppalendur þurfa!

Kjaftað um kynlíf - námskeiðið sem allir uppalendur þurfa!

Börn fæðast sem kynverur en fræðast um kynlíf og kynverund út frá ýmsu í umhverfi sínu. Það gera sér kannski ekki margir grein fyrir því að upphaf kynfræðslunnar og mótun kynverundar á sér stað um leið og þú tekur nýfætt barnið þitt í faðminn, kyssir það og knúsar. Börn læra af snertingu, umræðum um líkamann og af samböndum fólks í kringum það.  Kynfræðsla er því ferli sem helst út lífið á öllum æviskeiðum og er samsett úr mörgum ólíkum þáttum. Það má ímynda sér að hver þáttur sé einn kubbur, sem hægt er að raða saman á margs konar hátt. Það er því engin ein rétt eða röng leið til að ræða og fræða um kynlíf, því öll erum við einstök.

Það sem mestu máli skiptir er að hefja samræðurnar og það er alltaf réttur tími! 

Í þessum myndböndum verður farið yfir helstu atriði sem gott er að ræða við börn og unglinga á aldrinum:

  • 0-6 ára
  • 6-12 ára
  • 12-15 ára
  • 15-18 ára

Auk myndbandanna fylgir einnig:

  • Hljóðskrá svo þú getur einnig hlustað á fræðsluna á ferðinni
  • Vefsíður og ábendingar á ítarefni og frekari fróðleik

Þú getur keypt námskeiðið í heild sinni, eða aldursflokk sem hentar þínu barni og/eða ungling.

Námskeiðin byggja á tvennu; annars vegar á bókinni „Kjaftað um kynlíf - handbók fyrir fullorðna til að ræða um kynlíf við börn og unglinga“ sem kom út árið 2014, og hins vegar á kynfræðslu fyrirlestrum Siggu Daggar kynfræðings sem hún hefur haldið fyrir fleiri þúsundir foreldra frá árinu 2010.

 

 


ég vil skrifa athugasemd!

U sko bara svo þú vitir þá þarf þessi Sigga Dögg að samþykkja allar athugasemdir áður en þær birtast...