Komdu í bókapartí!

Komdu í bókapartí!

Litla bókin um blæðingar

ER KOMIN!

Elsku fallega blæðingabókin mín er loksins loksins komin og því langar mig að fagna!
Á sunnudaginn 20.nóv næstkomandi kl.14 á Lólu Flórens (á horni Garðastrætis & Ránargötu) mun ég hylla gersemina, og gesti, bjóða upp á túrnammi og lesa uppúr bókinni!
Þú getur knúsað mig, fengið þér blóðheitan rauðan latte og blaðað gerseminni!
Og hey - ef þú hefur þegar keypt eintak þá er þetta kjörið tækifæri til að nálgast eintakið!
Hey ef þú kemst ekki í bókapartíið þá verð ég með opinn túr-fyrirlestur á mánudagskvöldið 21.nóv í Reykjavík! Skráning nauðsynleg! Það eru örfá sæti eftir.
Komdu! Fögnum blæðingum! Og fræðslu! Og lífinu bara!

ég vil skrifa athugasemd!

U sko bara svo þú vitir þá þarf þessi Sigga Dögg að samþykkja allar athugasemdir áður en þær birtast...