Píkuþjálfarinn frá Eirberg...beint í bann!

Píkuþjálfarinn frá Eirberg...beint í bann!

Svo ég haldi áfram með þemað af bönnuðum myndum...

Ég var í samstarfi með Eirberg fyrr á þessu ári að kynna grindarbotnsvöðvagræju sem ég kallaði píkuþjálfann (en heitir vScultPro). Ég birti umrædda mynd sem er hér að ofan í maí og allt í góðu - enginn pirraði sig á henni....en svo núna í haust þegar ég endurbirti hana - viti menn, allt í lás og slá!

Alveg ótrúlegt þetta ritskoðunarferli þeirra!

En græjan er sniðug og ég ætla að fara taka annan snúning á henni, ég datt aðeins úr rútínu með hana en það er mælt með að nota hana einu sinni til tvisvar í viku eftir að maður klárar bootcamp en ég er svooo mikill slugsi og á alltaf erfitt með rútínu, en, ég tek mig á! Sterk píka fyrir jólin... eða eitthvað þannig :)

Ég hef fengið mjög góð viðbrögð frá þeim sem einnig hafa notað hana og píkur landsins virðast vera mjög sáttar - og þá er markmiðinu náð!

Mér finnst augljóslega sniðugast að ég þarf ekki að hafa mikið fyrir þessu, ligg bara kyrr í nokkrar mínútur með græjuna inni í mér, leyfi henni að hitna og víbra og vinna sína töfra á meðan ég vafra netið eða hlusta á hljóðbók - frekar kósí leið til að byrja daginn eða enda hann!

Ef þú vilt kynna þér nánar mína upplifun, þá má gera það hér.


ég vil skrifa athugasemd!

U sko bara svo þú vitir þá þarf þessi Sigga Dögg að samþykkja allar athugasemdir áður en þær birtast...