Raunheimar - ég tek ykkur fagnandi!

Raunheimar - ég tek ykkur fagnandi!

Mikið lifandi hellings ósköp verð ég glöð þegar við getum almennilega farið að hittast aftur og hlæja saman og fræðast um allskonar kynlífs tengt!

Ég var með örfáar fræðslur og fyrirlestra á Zoom en mér fannst það bara ekki virka nógu vel og á fundum og námskeiðum sem ég sat þá alveg datt ég út... eins og sést á þessari mynd þá hentist ég í að breyta stöðugt um bakgrunn og stundum festist einhver steik sem ég náði ekki að breyta og bara æ.

Þegar kemur að þessu hjartans máli, kynlífi, þá langar mig að hitta fólk og taka púlsinn á því, ekki bókstaflega samt, en það gerist eitthvað við að vera í sama rými og ná að lesa fólk án hökts frá lélegri nettengingu eða hljóðtruflunum.

Og um leið og það má - þá hendi ég í uppistand! Svona kinkí kynfræðslu fyrir fullorðna - verður það ekki kærkomið?!


ég vil skrifa athugasemd!

U sko bara svo þú vitir þá þarf þessi Sigga Dögg að samþykkja allar athugasemdir áður en þær birtast...