Þegar píkuhárið mitt gránaði - mynd í banni

Nú er ég oft að lenda í veseni á Instagram og Facebook vegna „óviðeigandi“ ljósmynda svo ég var að spá....
Kannski get ég hýst og birt allar myndirnar mínar hér! Á minni eigin síðu!
Mig langar amk að prófa það...
En hvað varðar þessa mynd þá var ég að fara í sturtu og tek sumsé eftir því að hvítur þráður stendur útí loftið og starir á mig, og þarna, innan um dökkan brúskinn var mitt fyrsta gráa píkuhár!
Mig hafði bara einhvern veginn ekki dottið í hug að ég myndi byrja að grána á píkunni!!
Svo ég fékk smá sjokk - greip símann og fangaði augnblikið, rétt eins og maður gerir við alla merkisviðburði í lífinu... :)
Og verði þér að því!
Eitt langt grátt hár!
ég vil skrifa athugasemd!