Kjaftað um kynlíf - Fræðsla

Foreldrar og aðrir uppalendur eru í lykilhlutverki þegar kemur að kynfræðslu í lífi barna og unglinga.

Það sem ég er að segja er að ég vil að ÞÚ talir við barnið/unglinginn um kynlíf, ekki seinna en Í DAG.

Óþægilegt?

Ekki hafa neinar áhyggjur - ég verð með þér og held andlega í höndina á þér allan tímann!

Fræðslumyndböndin eru þér til halds og traust um hvað megi tala um við börn og unglinga, allt eftir því á hvaða aldri þau eru. Þú getur horft hvenær sem er, hvar sem er og eins og oft og þú þarft. Það er engin afsökun fyrir því að byrja ekki á samtalinu strax í DAG!