Sigga Dögg kynfræðingur
Sigga Dögg er kynfræðingur sem setur unað, jafnrétt, húmori og jákvæðni í aðalhlutverk þegar kemur að kynlífi. Hún er með kynfræðslu fyrir unga sem aldna um öll möguleg málefni er tengjast kynlífi á einn eða annan hátt.
Sigga Dögg kynfræðingur er með BA próf í sálfræði frá Háskóla Íslands og MA gráðu í kynfræði (sexology) frá Curtin háskóla í Vestur Ástralíu. Hún hefur sinnt kynfræðslu í grunnskólum um land allt frá árinu 2010 auk þess að hafa gefið út fimm bækur og starfað við kynfræðslu í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum.
Hvað gera kynfræðingar?
Grunngráða kynfræðinga ræður oft í hvaða átt viðkomandi fer með kynfræðina. Til að vera kynfræðingur er gerð krafa um meistaragráðu eða doktorsgráðu í kynfræði. Á Íslandi er hægt að læra diplómu í kynfræði en slík gráða veitir ekki titilinn kynfræðingur. Bakgrunnur kynfræðinga getur verið ansi misjafn en er oftar en ekki úr heilbrigðisvísindum.
Sumir kynfræðingar sinna kynlífsráðgjöf, aðrir fræðslu og sumir báðu, ég sinni aðallega fræðslu.
Þó er best að taka fram að vinnan er ansi fjölbreytt. Ég er mest megnis með kynfræðslu í grunnskólum, frá 5.bekk og upp í 10.bekk og þá oftast fyrir nemendur og foreldra, þó í sitthvoru lagi. Ég er einnig stundarkennari við Háskólann í Reykjavík og er reglulega með fyrirlestra í framhaldsskólum um land allt. Ég hef skrifað fimm bækur og gefið sjálf út og þeirri vinnu eru hvernig nærri lokið auk þess að skrifa handrit að og stýra sjónvarsþættinum Allskonar kynlíf á Stöð 2.
Best er að senda mér tölvupóst sigga(hjá)siggadogg.is eða að hafa samband beint á samfélagsmiðlum; Instagram eða Facebook
Kynfræðslu fyrir
- Grunnskólanema frá 5.bekk
- Framhaldsskólanema (hentar vel í Lífsleikni, kynjafræði eða á Þemadögum)
- Háskólanema (hægt að sérsníða umræðuna útfrá því sem hentar hverju sinni)
- Foreldrahópa
- Kennara
Við fyrirspurn er gott að taka fram hópastærð og ákjósanlegar dagsetningar sem koma til greina.
Námskeið fyrir fagfólk um kynlíf og fjölbreytileika kynhegðunar
- Hentar vel sálfræðingum, þeim sem sinna sálgæslu, kennurum, félagsráðgjöfum, hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum og öðru heilbrigðisstarfsfólki.
Skemmtun fyrir
- Vinahópa
- Gæsanir & steggjanir
- Vinnustaði
- Lady Circle, Rotary, osfrv.
- Saumaklúbba
- Matarklúbba
- Afmæli
Klúrt grín um kynlíf sem bæði fræðir og kætir!
Samstarf á samfélagsmiðlum, hef unnið með Florealis og Eirberg á Instagram
Upplestur á bókunum mínum
- Daði
- kynVera
- Að eilífu ég lofa
Frekari upplýsingar um störf og verkefni Siggu Daggar kynfræðings
- Formaður Kynís, kynfræðifélags Íslands 2013-2019
- Ritari NACS, Nordic Association of clinical Sexology, samtakanna frá 2019
Tilnefningar
JCI - Framúrskarandi ungur íslendingur
Hagþenkir, árið 2014 í flokki fræðibóka fyrir bókina „Kjaftað um kynlíf“
Uppreisn
sigga@siggadogg.is
Facebook
Instagram