top of page
Bæn rithöfundarins

Bæn rithöfundarins

3.500krPrice

Það getur reynt á sálartetrið að vera rithöfundur og þá er gott að hafa trausta hönd og verndandi bæn!

 

Faðir vor rithöfundarins

Orðið okkar, sem býr í sköpun og sögum, heilagt sé nafn þitt.

Komi ríki þitt og sögur á blaðið,

lifni við í orðum og setningum,

eins og í ímyndunarafli okkar.

Gef oss í dag okkar daglega innblástur,

og fyrirgef oss ef

við efumst um sögurnar okkar,

eins og við fyrirgefum þeim sem

gagnrýna verk okkar.

Leið oss ekki í ritstíflu,

heldur frelsa oss frá tómlæti og tregðu.

Því þín er sagan, sköpunin og mátturinn

að eilífu.

 

Amen.

  • Praktísk mál

    Eftirtaldar stærðir eru í boði og ræðst verð af stærð:

     

    A1: 594 mm × 841 mm

    A2: 420 mm × 594 mm

    A3: 297 mm × 420 mm

    A4: 210 mm × 297 mm

     

    Myndin er með semi-glansandi áferð og kemur án ramma.

     

    Þú getur valið að fá myndina senda til þín með pósti eða sótt hana heim til mín í Hlíðarnar í Reykjavík.

     

    Frá pöntun og að afgreiðslu geta liðið allt að fimm dagar - hafið samband ef það liggur á pöntuninni og ég skal sjá hvað ég get gert :)

bottom of page