top of page

Heilun hafsins

9.500krPrice

Hafið veitir mér svo mikla hjartaró.

 

Og hér er smá hugvekja (textabrot) um hafið sem verður í FRELSI, bók tvö í þríleiknum.

 

Dagur 2

Kl. 18:22 - Sól og fjögur ský, 12 stiga hiti, Barðaströnd

 

Vó! Rétt í þessu var ég rifin upp úr svefnrónni. Eins og ég hafi verið í miðju samtali við einhvern eða eitthvað, og ég vaknaði með þessa spurningu: Er sjórinn kannski samansafn af tárum alheimsins? 

 

Við erum lokað vistkerfi og öll tárin gufa upp og breytast í ský sem svo breytast í rigningu sem svo breytast í sjó. Tárin eru sölt, eins og hafið. Við erum að stærstum hluta gerð úr vatni, við þurfum vatn og sölt til að viðhalda jafnvægi í líkamanum, kannski þurfum við sjóinn til að halda sönsum?

 

Sjórinn er eina náttúruaflið sem knýr mig til að gráta. 

 

Baðaði ég mig upp úr gleði og sorg? Endurnýjaðist vatnið í mér? Þessi hringrás, vatnið mitt og vatnið þitt. Sama hvar þú ert í heiminum, sjórinn sameinar okkur. Við erum eitt.

 

Þannig líður mér í hjartanu. Það er rödd sem hvíslar: við erum eitt.

 

Þetta var greinilega það sem ég þurfti. Víðáttuna og óbeislaða náttúruna. Það er bara þannig.

 

Og ætli það sé ekki það sem ég er að leita að. Ég er að leita að innri norninni og æðra sjálfinu.

 

Ég er að leita að hinu ósýnilega í gegnum hið haldbæra. Ég er að leita að töfrunum og ástinni.

 

Ég þarf að melta það sem gerðist í sjónum áðan, orkuna sem ég leysti úr læðingi. 

 

Allar þær sem mættu og sungu og dönsuðu með mér þarna í sjónum, hverjar eru þær? Hverjar eru þeirra sögur? Við vorum svo margar, ég fann það. Og ég fann að ég átti rödd, rödd sem gat verið hávær og rödd sem var alveg sama hver heyrði. 

 

Formæðurnar afþíddu hjarta mitt, og hjúpuðu á ný. Þar sem áður var klakabrynja til að halda hugsunum og tilfinningum frá, er nú þykkt gult hunang sem hjúpar og verndar hjarta og sál. 

 

Nú á ég verndarorku formæðra minna og hafsins.

 

Get ég alltaf kallað þær til mín? Má það? 

Fylgir mér heil hersing af konum sem marserar með mér í gegnum lífið?

 

Ég er svo orkumikil að ég á í fullu fangi með að hemja mig.

 

Hér er undursamlega fallegt og ég fæ gott í hjartað hér uppi í rúmið því það er fallegt útsýni í allar áttir og ég heyri í öldunum inn um gluggann og við og við kemur hafgolan færandi hendi með ferskt sjávarloftið og lyktina sem einkenndi gleði æsku minnar. 

 

Þegar ég finn lyktina af hafinu þá verð ég alltaf tíu ára, valhoppandi um fjöruna, ein að tala við sjálfa mig, fuglana, sjóinn og himininn, tínandi steina og skeljar. Ég var alltaf svo hamingjusöm niðri í fjöru. Spáðu í því að það tók heilan skilnað fyrir mig til að hleypa mér aftur niður í fjöru. Hafið er ekki eitthvað sem mér finnst ágætt heldur er þetta nauðsynlegt. Það er eins og súrefni fyrir mig.

 

Viltu næla þér í bókina?

Quantity
  • Praktísk mál

    Eftirtaldar stærðir eru í boði og ræðst verð af stærð:

     

    A1: 594 mm × 841 mm

    A2: 420 mm × 594 mm

    A3: 297 mm × 420 mm

    A4: 210 mm × 297 mm

     

    Myndin er með semi-glansandi áferð og kemur án ramma.

     

    Þú getur valið að fá myndina senda til þín með pósti eða sótt hana heim til mín í Hlíðarnar í Reykjavík.

     

    Frá pöntun og að afgreiðslu geta liðið allt að fimm dagar - hafið samband ef það liggur á pöntuninni og ég skal sjá hvað ég get gert :)

bottom of page