top of page
Stórar stelpur fá raflost

Stórar stelpur fá raflost

6.500krPrice

Textabrot úr FRELSI - bók tvö í þríleiknum um Marínu:

 

Hún hélt símanum í þvölum lófanum, fingurnir gripu svo þétt um hann að hnúarnir hvítnuðu, rödd hennar var fjarlæg.

 

Skyndilega var það sem eldingu hefði lostið niður í henni og straumur fór um hana alla. „Ég vil ekki vera svona!“ Ég vil ekki vera þessi manneskja sem þarf stöðugt að fá staðfestingu um að hún sé elskuð,“ sagði hún í æst. 

 

Hún leit niður á bókina, og síðasta setningin á síðunni blasti við henni: „Fyrsta skrefið í bataferlinu er að viðurkenna að það sem kom fyrir þig var ekki ást. Það var brot á tilfinningalegum mörkum þínum…

 

„Ég held að ég hafi aldrei lært að setja neinum mörk. Ég veit ekki einu sinni hvernig mörk líta út… Hversu heiðarleg get ég verið við þig ef ég þekki mig sjálfa ekki?“

 

Miðnætursólin á heiðskírum himni baðaði allt í mildri rauðbleikri birtu og úti var kærkomið logn.

 

Inni í Marínu geysaði stormur, rauð veðurviðvörun.

 

Snöktandi ýtti hún á stopp á upptökunni og togaði svo í lausan þráð á peysunni sinni, spennti hann í kringum fingurinn þar til hann varð fölur og blár. 

 

Þögnin í húsbílnum var þung, uppgjöf og örmögnun helltist yfir Marínu.

Að lokum sendi hún honum skilaboðin, slökkti á símanum og opnaði nýja dós.

 

Hún sat með himinn, fugla, fjall og haf fyrir augum, og fann hvernig þyngslin í brjóstinu hennar létti með hverjum andardrætti. Og jafnvel þótt hún vissi ekki hvernig Sebastían myndi bregðast við, fann hún til frelsis, hún hafði burðast með þetta leyndarmál alltof lengi.

Quantity
  • Praktísk mál

    Eftirtaldar stærðir eru í boði og ræðst verð af stærð:

     

    A1: 594 mm × 841 mm

    A2: 420 mm × 594 mm

    A3: 297 mm × 420 mm

    A4: 210 mm × 297 mm

     

    Myndin er með semi-glansandi áferð og kemur án ramma.

     

    Þú getur valið að fá myndina senda til þín með pósti eða sótt hana heim til mín í Hlíðarnar í Reykjavík.

     

    Frá pöntun og að afgreiðslu geta liðið allt að fimm dagar - hafið samband ef það liggur á pöntuninni og ég skal sjá hvað ég get gert :)

bottom of page